Leir 7

Icelandic ceramic Icelandic pottery

Um Leir 7

Leir 7 ehf. er fyrirtæki sem var stofnað í Stykkishólmi árið 2007 af Sigríði Erlu Guðmundsdóttur. Meginmarkmið fyrirtækisins er að framleiða vörur úr íslenskum leir sem kemur frá Fagradal á Skarðsströnd.

Sigríður stofnaði Leir 7 með það að markmiði að nýta þekkingu sína á leirnum frá Fagradal, en hún hefur í gegnum tíðina aflað sér mikillar reynslu og þekkingar á þessum íslenska efniviði. Ásamt því að hafa notað leirinn í eigin verk hefur Sigríður unnið með og miðlað reynslu sinni til nemenda keramikdeilda MHÍ, Listaháskóla Íslands og Myndlistaskólans í Reykjavík. 

Grundvöllur fyrir stofnun fyrirtækisins liggur í nýtingu á íslenskum leir. Þannig er hægt að nýta innlent hráefni og hefja framleiðslu þar sem íslenski leirinn er í aðalhlutverki. Þekking Sigríðar Erlu Guðmundsdóttir á íslenskum leir og keramiki er því fjöreggið í ferlinu.

Fyrirtækið mun m.a. hanna og framleiða vöru fyrir einstaklinga, sveitarfélög og fyrirtæki sem vilja fá hönnun og sérframleiðslu á vöru tengdri starfsemi sinni. Unnið er með vöruhönnuðum og öðrum fagaðilum að metnaðarfullri framleiðslu á vöru sem sækir hráefni til landsins. Þannig er hægt að sameina krafta þeirra sem búa yfir þekkingu og getu á framleiðslu úr leirnum, hönnun, framleiðsluferli vöru, markaði, markaðssetningu og bjartsýni.


Vafraðu um

Nafn:

Leir 7 ehf.

Farsími:

(+354) 8940425

Heimilisfang:

Aðalgata 20

Staðsetning:

Stykkishólmur

Um: