Leir 7

Icelandic ceramic Icelandic pottery

21.03.2011 22:06

Tebollarnir á HönnunarMars

Teboð á Hönnunarmars

Leir7 tekur þátt í HönnunarMars sem verður haldinn dagana 24. - 27. mars n.k.

Í glugga ELM á Laugavegi 1 verða tebollarnir sýndir og nú hafa hönnuðir bætt við loki á bollana sem nota skal meðan teið trekkir í nokkrar mínútur. Lokið getur svo verið undirskál þegar teið er tilbúið eða plata fyrir notaðan tepokann.

Hönnuðir eru:

Elísabet Haraldsdóttir                    Aðalblár

Kristín Ísleifsdóttir                           Birkir

Ólöf Erla Bjarnadóttir                      Fífill

Sigríður Erla Guðmundsdóttir       Hrútur

 

Í anddyri Íslensku óperunnar verður haldið Teboð laugardaginn 26.mars kl 15-17.

 Boðið verður upp á te sem unnið er úr jurtunum fjórum sem bollarnir sækja áhrif til. Teið sem er framleitt af Matarbúðinni í Hafnarfirði og ber heitið Fagradalste inniheldur aðalbláberjalyng, birkilauf, fífil og hrútaberjalyng.

Gestum býðst að velja bolla til að smakka teið úr, eitthvað munngott og lifandi tónlist Stúlknadjasstríósins.

Verið velkomin

 
 
  

Vafraðu um

Nafn:

Leir 7 ehf.

Farsími:

(+354) 8940425

Heimilisfang:

Aðalgata 20

Staðsetning:

Stykkishólmur

Um: