Leir 7

Icelandic ceramic Icelandic pottery

01.05.2010 14:41

Hópaheimsóknir

   
 
  

Leir 7 er fyrirtæki sem sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á vörum úr leirnum frá Fagradal á Skarðsströnd.

Leir 7 hefur ekki fastan opnunartíma en velkomið er að hringja ef svo vill til að engin er á staðnum.

Tekið er sérstaklega á móti hópum (minnst 5) og veitt er fræðsla um feril leirsins frá jörðu til fullbúinnar vöru. Þá er hópum boðið upp á að smakka krækling úr Breiðafirðinum sem fyrirtækið Íslensk bláskel á Hamraendum framleiðir.

Vinsamlegast hafið samband vegna hópaheimsókna með sólarhrings fyrirvara í síma 894-0425.

Á Hamraendum eru einnig önnur fyrirtæki sem taka á móti hópum:

-         Friðborg harðfiskvinnsla. Sími  898-8516

-         Brugghúsið Mjöður.  Sími  436-1122 - www.mjodur.is

Leirinn, skelin, harðfiskurinn og bjórinn, vert að skoða í einni ferð, upplifa og fræðast ásamt því að næra bragðlaukana.

                               Verið velkomin


Vafraðu um

Nafn:

Leir 7 ehf.

Farsími:

(+354) 8940425

Heimilisfang:

Aðalgata 20

Staðsetning:

Stykkishólmur

Um: