Leir 7

Icelandic ceramic Icelandic pottery

27.02.2010 21:50

Leirpotturinn

Með leirpottinum fylgir vandaður bæklingur á íslensku og ensku sem í má finna ýmsar upplýsingar um uppruna pottsins ásamt uppskriftum að gómsætum réttum frá ýmsum matreiðslumeisturum.

Eldun í leirpottinum er fyrst og fremst þægileg og ekki síður mannbætandi þar sem næringargildi hráefna sem notuð eru halda hámarksnæringargildi í gegnum eldunarferlið.

Sérstakleg er mælt með langeldun við lágan hita, en þannig helst næringargildið sem best í hráefninu.

Auðvelt er að skella í pottinn lambakjötsbita og rótargrænmeti, smá rauðvínsslettu eða vatni, salti og pipar, það er nóg. Raða í pottinn, setja hann í ofninn og stilla hann á 100 - 120°C, njóta dagsins við leik og störf, koma heim í ilmandi eldhúsið. Maginn umlar af vellíðan. Svo má bæta við smjörklípu, rjómaskvettu, íslensku byggi, baunum, kryddjurtum... eða bara hverju sem til er í kotinu eða hugmyndaflugið biður um... úr búðinni... eða náttúrunni.

 
Gott er að baka brauð í pottinum
 
Rúgbrauð ættað frá Jökuldal
2 bollar hveiti

2 bollar heilhveiti

2 bollar rúgmjöl

2 tsk lyftiduft

2 tsk salt

2 tsk natron

4 bollar súrmjólk

500 g sýróp


Öllu hrært saman (má bæta við rúgmjöli ef hræran þykir of blaut), sett í pottinn og bakað í u.þ.b. 4 klst. við 175°C.

 

Vafraðu um

Nafn:

Leir 7 ehf.

Farsími:

(+354) 8940425

Heimilisfang:

Aðalgata 20

Staðsetning:

Stykkishólmur

Um: